Orðið og náttúrukraftarnir

Fyrirlestur fluttur hjá Lífspekifélaginu þann 28. apríl 2023.

Góða kvöldið, ég heiti Eyjólfur Pétur Hafstein og ég mun hér í kvöld halda erindi sem ber nafnið Orðið og náttúrukraftarnir. Ég er kennari á eftirlaunum, en ég hef stundað nám í sanskrít, tamil og kennslu og menntunarfræðum.

Ég byrja á að fjalla um náttúrukraftana fjóra, en vísindamenn telja þá undirstöðukrafta okkar alheims. Þar á eftir tala ég um Orðið, en hugtakið er bein þýðing á gríska orðinu Lógós, í meiningunni Guð eða Skaparinn. Ég sýni ykkur hvernig Orðið beitir vilja sínum við sköpunarstörf sín með því að virkja náttúrukraftana fjóra í sína þágu. Síðan tala ég um lækningar með litum og tónum, en ljóslitir og tónar munu á Nýöld taka yfir sem megin lækningaaðferð komandi kynslóða. Ég lýk erindi mínu með spurningum og svörum, en ykkur er frjálst að leggja fyrir mig spurningar viðkomandi efni erindisins. Ég mun reyna eftir bestu getu að svara spurningum ykkar.

 

Ég vil taka það fram að þegar ég tala um mann eða manninn í erindi mínu, þá er ég að tala um manninn sem tegund, Homo Sapiens, þ.e.a.s. bæði kynin.

Frumkraftar náttúrunnar eru fjórir að tölu og vísindamenn telja að þessir kraftar séu ríkjandi í öllum alheimi. Þessir kraftar eru Sterki kjarnakrafturinn, Rafsegulkrafturinn, Veiki kjarnakrafturinn og Aðdráttarkrafturinn eða Aðdráttaraflið eins og við svo oft köllum þennan náttúrukraft.

 

Öflugasti krafturinn er sterki kjarnakrafturinn og heldur hann kjarna atómsins saman. Hann hefur stutta seilingu og er aðeins virkur innan atómkjarnans.

 

Rafsegulkrafturinn er að verki milli allra einda sem bera rafhleðslu og er mjög mikilvægur í umhverfi okkar. Seiling kraftsins er óendanlega löng.

 

Þriðji krafturinn er veiki kjarnakrafturinn og sést fyrst og fremst í náttúrunni í beta-sundrun atómkjarna. Veiki kjarnakrafturinn sést einnig í geimgeislum. Hann er veikari en hinir tveir kraftarnir og hefur mjög stutta seilingu.

 

Fjórði krafturinn er sá sem við þekkjum best, það er þyngdaraflið. Það verkar milli allra efnisagna sem hafa massa. Þyngdarkraftur milli agna eða orkueininga er alltaf aðdráttarkraftur, þannig að kraftur frá mismunandi ögnum hefur samlagningaráhrif. Á þann hátt er þyngdarkrafturinn svo mikilvægur í umhverfi okkar. Seiling kraftsins er óendanlega löng.

Orðið skilgreini ég út frá upphafi Jóhannesarguðspjalls, tekið úr þeirri biblíu[8] sem kennd er við borgina Genf í Sviss og gefin var út árið 1606. Þar segir í beinni íslenskri þýðingu:

 

Í upphaf var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Það sama var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir voru gjörðir af því, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna

 

Ég vitna ekki í íslensku nútímaþýðingu biblíunnar, því þar hafa menn breytt orðalaginu og sett Hann í staðin fyrir Það. Samkvæmt mínu mati er það ekki kórrétt þýðing. Guðbrandsbiblía frá 1584 og Viðeyjarbiblía frá 1841 stiðja mitt mál.

 

Nafnið á erindi mínu hér í kvöld Orðið og náttúrukraftarnir fjallar um stjórn Orðsins á náttúrukröftunum fjórum.

 

Áður en lengra er haldið, langar mig að sýna ykkur, til samanburðar, nokkrar útgáfur „heilagrar þrenningar“, eða það sem þrír mismunandi hópar manna leggja í túlkun sína á eðli guðdómsins.  

Sú fyrsta er „biblíu-þrenningin“, hin heilaga þrenning, þar sem talað er um þrískiptingu Guðs í Föður, Son og Heilagan anda. Faðirinn trónar á toppi þríhyrningsins, sonurinn situr við hægri hönd föðurins og heilagur andi við þá vinstri.

 

Síðan kemur „dulfræði-þrenningin“ eins og ég kalla hana, þar sem talað er um þrískipt eðli guðs í vilja – kærleika/visku – virka vitsmuni. Einnig er í þessum fræðum talað um eiginleikageislana þrjá; fyrsta geislann – geisla viljans, annan geislann – geisla kærleikans og þriðja geislann – geisla siðmenningarinnar.

 

Að lokum vísinda-þrenningin þar sem talað er um náttúrukraftana fjóra, rafsegulkraftinn, aðdráttaraflið og sterka og veika kjarnakraftinn, sem birtingu guðdómsins í alheimi.

 

Pörum við þessar þrjár „þrenningar“ saman sjáum við nokkuð viðeigandi mynstur:

 

Sonurinn er kærleikur og kærleikurinn dregur allt til sín: (sonurinn = kærleikurinn = aðdráttaraflið).

 

Faðirinn er viljinn sem tengir allt saman, enda oft sagt að rafsegulkrafturinn sé saumavél alheimsins: (faðirinn = viljinn = rafsegulkrafturinn).

 

Heilagur andi er virkir vitsmunir, kjarni eða efni alheimsins: (heilagur andi = virkir vitsmunir = sterki og veiki kjarnakrafturinn).

 

Við flest hér inni þekkjum kristilegar kennisetningar kirkjunnar um þrískiptingu guðdómsins og einnig þekkjum við allflest kenningar dulfræðinnar um eiginleika guðdómsins. Aftur á móti eru flestum okkar lítt kunnar kenningar vísindanna um eðli guðdómsins settar fram af færustu vísindamönnum samtímans.

 

Hér vitna ég til Staðallíkans öreindafræðinnar og Strengjakenningarinnar svonefndu. Báðar þessar kenningar hafa það að markmiði að sameina fyrir atbeina stærðfræðinnar, alla fjóra krafta náttúrunnar í einn allsherjar upphafskraft. Þessi upphafskraftur klofnaði í upphafi sköpunarinnar í náttúrukraftana fjóra; sterka og veika kjarnakraftinn, rafsegulkraftinn og aðdráttaraflið.

Í dag hafa kristin trúarbrögð bitið sig föst í aðdráttaraflið og geta sig hvergi hreyft, samtímis eru þau með óljósa mynd af þrískiptingu Guðs í Föður, Son og Heilagan anda. Allt þetta undir lógóinu af unga manninum á krossinum, ummyndaðan af þjáningum.

 

Dulfræðingar, aftur á móti, reyna að tengja lífskraftinn saman gegnum eðlislæga eiginleika guðdómsins, eins og áður segir, með viljann, kærleikann/viskuna og virka vitsmuni að vopni. Þetta eru eiginleikar geislanna sjö, þrír eiginleikageislar og fjórir afleiddir geislar þeirra.

 

Lítum nú á vísindin. Í dag er viðfangsefni margra vísindamanna, eins og áður sagði, að reyna að tengja saman náttúrukraftana fjóra og finna hina einu og sönnu „Guðsjöfnu“, en Guðsjafna er hugtak sem vísindamennirnir sjálfir hafa fundið upp á. Guðsjafnan á helst að vera örstutt og samhverf. Þeir vísindamenn sem vinna að þessu verkefni eru eðlisfræðingar, skólaðir í kenningarlegri eðlisfræði, ásamt stjarneðlisfræðingum, sem sjá alheiminn sem eina heild. Vísindamennirnir leita uppruna alheims og reyna að finna hvaða frumkraftur það var sem í upphafi skipti sér í grunnkraftana fjóra. Samtímis reyna þeir að finna stærðfræðilega útskýringu á eðli alheimsins.

 

Eðlisfræðingarnir nefna þessa leit „Leitin að Guðsjöfnunni“. Til dæmis varði eðlisfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Albert Einstein síðustu 30 árum ævi sinnar í að finna sameiningarformúlu náttúrukraftanna fjögurra, en án árangurs. Einnig má nefna menn eins og Stephen Hawking, með kenningar sínar um svarthol, og prófessor Michio Kaku, en prófessor Kaku, er einn af upphafsmönnum strengjafræðinnar. Einstein vann baki brotnu að sameiningunni og hafði Staðallíkan öreindafræðinnar að vopni. Staðallíkanið vísar sig þó aðeins geta sameinað þrjá af fjórum kröftum náttúrunnar, því ekki gekk að sameina aðdráttaraflið staðallíkaninu.

 

Michio Kaku notar strengjakenninguna við sína leit. Hann segir að hægt sé að tengja alla fjóra kraftana, en þá þurfi ellefu víddir til þess að það takist. Í dag þekkjum við aðeins fjórar víddir, lengd, breidd og hæð auk tíma. Prófessor Kaku telur þetta þó hægt og notar í röksemdafærslu sinni að alheimurinn sé ekki bara einn, heldur sé um að ræða óteljandi alheima og að sköpun okkar alheims eða „Stóri hvellur“ (Big bang) sé aðeins árekstur tveggja alheima, sem leiðir til sundrunar þeirra eða sameiningar. Prófessor Kaku hefur skrifað nokkrar bækur um leit sína að uppruna alheimsins. Ein þeirra er bókin The God Equation – The Quest for a Theory of Everything, eða Guðsjafnan – Leitin að alsherjarkenningunni.[12]

Maður getur ekki annað en dáðst af þessum eðlisfræðingum sem langt eru komnir með sínar útskýringar á eðli sköpunarinnar, meðan kristindómurinn situr pikkfastur í aðdráttaraflinu.

 

Strengjafræðin fjallar um að minnstu einingar atómsins – öreindirnar – séu ekki punktalaga fyrirbæri, heldur eru þær á hinn bóginn aðeins örfáar gerðir af strengjum, jafnvel aðeins einn, og hinar ýmsu öreindir koma fram sem mismunandi sveifluhættir. Það er vel þekkt úr sígildri eðlisfræði að mismunandi tónar gítarstrengs svara til sveifluhátta hans og má segja að öreindir atómsins, eins og t.d. rafeindir, ljóseindir eða kvarkar, séu allar mismunandi tónar á einum og sama grundvallarstreng náttúrunnar.

 

Sagt hefur verið að Guðdómurinn birtist okkur mönnunum þegar þörf er á til framþróunar mannkyns. Í hvert slíkt skipti birtir hann þá einn þátt úr eðli sínu.

 

Fyrir um 2000 árum síðan birti guðdómurinn kærleiks- og viskueðli sitt. Sonur Orðsins kynnti þá kærleiks- og viskuþátt guðdómsins, en í dulfræðinni er viska skilgreind sem kærleikur í verki. Sonurinn var þá í beinu sambandi við sálareðli sitt en sálin, okkar æðra sjálf, er kærleiksþáttur guðdómsins. Þetta er sá eðlisþáttur sem dregur allt til sín.

 

Í dag bíðum við eftir annarri birtingu og enn öðrum eðlisþætti Guðdómsins. Mönnunum hefur verið lofað þessari birtingu árum og áratugum saman, jafnvel öldum saman. Birtingin er endurkoma sonarins. Í þetta sinn verður sonurinn í beinu sambandi við innsta eðli sitt – andann, en andinn er viljaþáttur guðdómsins. Á sama hátt og fyrri sonurinn sýndi kraft kærleikans – aðdráttaraflsins, mun síðari sonurinn sýna kraft ljóssins – rafsegulkraftsins.

 

Víkjum nú aftur til Orðsins.

Orðið er samkvæmt skilgreiningu minni: Líf sem býr til í huganum mynd eða myndræna atburðarás og raunbirtir síðan hugmyndina. Orðið er skaparinn, Guð eða hvað svo sem við viljum nefna Orðið. Ég kýs að nefna Lífið Orð vegna þess að Orðið er óhlaðið hugtak og lýsir best eiginleikum þessa Lífs.

 

Í alheimi eru mörg Orð. Við getum talað um Stærsta Orðið, skapara alheimsins – Alheimsorðið, síðan koma Orð eins og það sem skapaði Vetrarbrautina okkar – Vetrarbrautarorðið. Orð sem skapaði sólkerfið okkar – Sólarorðið. Orð sem skapaði Jörðina okkar – Jarðarorðið. Að lokum koma Orð meðal okkar mannanna sem raunbirta hugmyndir sínar.

Skilyrðin fyrir því að vera Orð í jarðneskum líkama, er eins og áður sagði að geta raunbirt hugmyndir sínar. Að auki þarf jarðneska Orðið að fá hugmyndir og fyrirmæli frá Yfirorðinu, Jarðarorðinu. Orðið þarf einnig að geta notað tón, í ákveðinni tíðni, sem hefur það hlutverk að raungera hugmyndina á jarðsviðinu.

 

Tónninn sem notaður er virkar þannig að hann dregur að sér efni sem notað er í byggingu hugmyndarinnar og raungerir hugmyndina. Þarna koma náttúrukraftarnir fjórir inn í myndina.

 

Hverjir eru þá eiginleikar Tónsins?

– Tónninn er vilji Orðsins.

– Tónninn gefur sterka og veika kjarnakraftinum fyrirmæli um að leggja til efnið í

   hugmynd Orðsins.

– Tónninn gefur aðdráttaraflinu fyrirmæli um að færa sér efnið í hugmyndina.

– Tónninn gefur rafsegulkraftinum fyrirmæli um að „sauma saman“ efnið og  

  fullgera hugmyndina.

 

Með öðrum orðum: Tónninn er frumkrafturinn sem skiptist í náttúrukraftana fjóra.

 

Hvernig hefur Tónninn áhrif á frumkraftana fjóra?

Tónninn sem Orðið notar við sköpun sína hefur áhrif á rafsegulkraftinn á tvennan hátt.

 

Í fyrsta lagi lyftir hann rafeindum atómanna upp um hvel innan atómsins. Þegar þær falla síðan aftur á sinn stað, senda þær frá sér ljóseindir (ljós).

 

Í öðru lagi virkar kraftur tónsins á þær rafeindir atómsins, sem staðsettar eru á ysta hveli rafeindahvels atómsins, þannig að hann lyftir rafeindunum á því hveli út fyrir atómið og gefur þeim möguleika á að bindast öðrum atómum og mynda sameindir. Sameindirnar birta síðan hugmynd Orðsins og fullmóta hana.

Veiki kjarnakrafturinn tekur einnig þátt í þessu ferli. Til dæmis skini Sólin ekki án veika kjarnakraftsins, það er vegna þess að hann sér um að breyta róteindum í nifteindir í kjarna atómsins.

 

Orðið virkjar sterka kjarnakraftinn fyrir áhrif veika kjarnakraftsins með því að endurraða sífellt kvörkum innan róteinda atómsins og breyta þeim í nifteindir.

 

Orðið notar síðan, eins og áður er sagt, aðdráttaraflið samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons þar sem þyngdarkrafturinn milli tveggja hluta er í beinu hlutfalli við massa þeirra hvors um sig og í öfugu hlutfalli við fjarlægðina milli þeirra í öðru veldi. Þannig stjórnar Orðið kröftum sjálfrar náttúrunnar.

 

———–

 

Þá komum við að öðrum hluta erindis míns, sem er meira á persónulegum nótum.

 

Fyrir rúmum 30 árum síðan fékk ég fyrirmæli frá Jarðarorðinu um að hefja ákveðna framkvæmd á jarðsviðinu. Framkvæmdin var í fjórum liðum og fékk ég fyrirmæli um að nota sérstakan tón til að tryggja það að framkvæmdin kæmist í verk og yrði raunbirt á eðlilegan hátt. Framkvæmdin var fjórþætt.

– Í fyrsta lagi átti ég að sýna fram á að talnavísindin eru vísindi lita.

– Í öðru lagi átti ég að sýna fram á að litir og tónar í því samspili, sem mér hafði verið kennt, gætu stuðlað að lækningu á meinsemdum persónuleikans.

– Í þriðja lagi átti ég að leggja undirstöður að Nýjaldarlæknisfræði:

     – Með því að kynna nýja flokkunarfræði sjúkdóma, tjáða í töluformi, sem sýnir þann lit sem bestur er hæfur til lækninga.

     – Með því að semja tónlist sem best er fallin til þess að ráða bót á ákveðnum sjúkdómum.

– Í fjórða lagi átti ég að lýsa í riti þjónustuhlutverki og þjónustu minni í þessari jarðvist.

 

Mér var kennt að nota tóninn og ég þyrfti engu að kvíða, bara að vinna að verkefninu.

 

Í dag, rúmlega þrjátíu árum síðar, tel ég mig hafa lokið, að mestu leyti, verkefninu og raunbirt hugmyndir mínar. Mig langar því hér að segja ykkur frá undirbúningi og framkvæmd verkefnisins þ.e.a.s. hvernig sköpun Orðsins fer fram.

 

Ég tek fyrir fyrsta lið verkefnalista míns, það er að segja að sýna fram á að talnavísindin eru vísindi lita.

Ég hef vinnuna á að mynda skýr hugarform af áætlun minni. Hugmyndin er að nota sjö liti litrófsins og tengja þá sjöundakerfinu, en sjöundakerfið notar sjö tölutákn í stafrófi sínu.

 

Til þess að raungera hugmyndina, þarf ég að færa hana inn á jarðsviðið. Við þessa framkvæmd nota ég tón, í ákveðinni tíðni. Ferlið hefst á hugleiðingu og fellst í einum andardrætti, inn- og útöndun.

 

Í innönduninni virkja ég krafta mína og samræmi hugleiðinguna.

 

Á því augnabliki þegar innöndun er lokið og andardrættinum er haldið stöðugum, varpa ég hugmyndinni á „vegg huglíkamans“ þar sem hún stendur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Ég beiti allri orku minni í að halda hugarforminu stöðugu. Á sama tíma miða ég hugarforminu að ennisstöðinni. Ennisstöðin verður „eitt eldhaf“. Sú tilfinning sem ég verð var við í orkustöðinni er svipuð brennandi eldsloga.

 

Alla útöndunina held ég hugmyndinni stöðugri og kvika hvergi frá henni. Samtímis óma ég tóninn í réttri tíðni.

 

Á þennan hátt sendi ég hugmyndina inn í efnisheiminn, þar sem hún bíður birtingar.

Við sjáum á glærunni að ég breyti tugakerfinu í sjöundakerfi. Síðan para ég tölutáknin sjö og sjö liti ljóssins. Sjöundakerfið virkar á allan hátt eins og tugakerfið, alveg á nákvæmlega sama máta og t.d. tvíundakerfið sem er talnatungumál tölvunnar.

Eftir að ég hafði hrint fyrsta þætti verkefnisins í framkvæmd, einbeitti ég mér að þriðja þætti verkefnisins. Ég hef að kynna mér efni um sögu og framkvæmd tón- og litalækninga.

 

Mér til furðu hefur mikið verið skrifað um litalækningar, en frekar lítið um tónlækningar.

 

Ljóslitir hafa verið notaðir til lækningastarfa í þúsundir ára. Allt frá árdögum menningar Egyptalands, Grikklands og Ítalíu hafa menn velt fyrir sér áhrifum lita á manninn. Þá var þekking á litalækningum frekar óaðgengileg, en þegar fram liðu stundir varð litameðferð aðgengilegri og á nítjándu og öndverðri tuttugustu öldinni náði áhuginn hámarki. Í dag höfum við aðra sögu að segja. Lækningar með ljóslitum eru litnar hornauga og afskaplega lítið er minnst á þær í læknavísindunum nútímans.

Á öndverðri tuttugustu öldinni var töluvert um ljóslitalækningar, jafnvel starfandi læknar notfærðu sér þessa tækni. Hér vitna ég í lýsingu Kate W. Baldwin fyrrverandi yfirlæknis á Woman’s Hospital í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Árið er 1926. Hún segir [í lauslegri þýðingu minni]:

 

„Í um það bil sex ár hef ég fylgst með áhrifum ljóslita á sjúklinga mína. Ég get með fullkomni hreinskilni sagt að eftir þrjátíu og sjö ára starf sem skurð- og lyflæknir, get ég náð skjótvirkari og betri niðurstöðum með ljóslitum en með nokkrum öðrum aðferðum, með mun minna álagi á sjúklinginn. Í mörgum tilfellum hefur ljóslitameðferð veitt lækningu eftir að hefðbundnum læknisfræðilegum úrræðum hefur mistekist.

 

Auðvitað er skurðaðgerð nauðsynleg í sumum tilvikum. Samt verða niðurstöður skjótari og betri ef ljóslitum er beitt bæði fyrir og eftir aðgerð. Tognun, mar og ýmis konar áföll bregðast við ljóslitum betur en við annarri þekktri aðferð. Ekki skiptir máli hvar í líkamanum sjúkdómurinn er. Hjartaskemmdir, astmi, heymæði, lungnabólga, bólgusjúkdómar í augum, sár á hornhimnu, gláka ásamt starblindu eru sjúkdómar sem hægt er að meðhöndla með ljóslitameðferð.“ [5]

 

Stuttu síðar bönnuðu yfirvöld í Bandaríkjunum alla meðferð ljóslita í lækningaskyni.

 

Ég vil nú nefna nokkra einstaklinga sem staðið hafa framarlega í notkun ljóslita við lækningastörf.

Svissneski vísindamaðurinn Paracelsus frá fimmtándu öld, stundum nefndur einn mesti heilari síðari tíma, endurnýjaði kynni mannsins af ljóslitalækningum. Í aðferðum sínum notaði Paracelsus tíðni tónlistar, ljósliti og ráðlagði rétt mataræði. [6]

 

Austurríkismaðurinn Franz Mesmer er oft nefndur faðir segulheilunar. Hann var uppi í byrjun nítjándu aldar. Mesmer sýndi fram á að ára einstaklingsins gæfi til kynna líkamlegt ástand hans. Kenningar Mesmers gengu út á að beina þurfi sólarljósinu að orkustöðvum mannsins til að ná fram lækningu. [10]

 

Bandaríkjamaðurinn Edwin D. Babbitt (1825-1905) er þekktur fyrir árangur sinn af ljóslitalækningum. Bók hans The Principles of Light and Colour, sem kom út árið 1876, hafði mikil áhrif á almenning og orsakaði mikið umtal. Babbitt fullyrðir að hver litur hafi sína eigin eiginleika og efnafræðilega verkun. [3]

 

Í upphafi tuttugustu aldar setti læknirinn og vísindamaðurinn Dinshah P. Ghadiali, fram kenningu sem útskýrði hvers vegna ljóslitir hafa læknandi áhrif. Hann segir að með því að þekkja lækningaáhrif ljóslita, getum við beitt réttum litum til þess að endurstilla jafnvægi mannsins. [2]

 

Að lokum nefni ég Kate W. Baldwin lækni, sem áður er nefnd, en hún var nemandi Ghadialis og þurfti að vitna eiðsvarin fyrir dómi í New York um störf sín að litalækningum þegar Ghadiali var ákærður fyrir að nota ljósliti í lækningaskyni. Áður hafði FBI ráðist inn á læknastofur Ghadialis og eyðilagt allan ljóslitabúnað hans.

Lækningaeiginleikar sjö ljóslita – vitnað í bókmenntirnar. Litirnir eru rauður, rauðgulur, gulur, grænn, blár, indígó og fjólublár.

Rauður er öflugur og örvandi orkugjafi. Áhrif hans á blóðkornin eykur orku, líkamshita og styrkir blóðrásina. [11]

 

Rauður örvar taugaskynjun og er gagnlegur við skorti á lyktar-, sjón-, heyrnar-, bragð- og snertiskyni.[1]

 

Rauð litageislun er notuð við framleiðslu nýrra rauðra blóðkorna. [7]

 

Rauður örvar mjólkurframleiðslu eftir fæðingu. Hann örvar framleiðslu skjaldkirtils. Liturinn eykur starfsemi lungnanna, hefur stillandi áhrif á vöðvakrampa og eykur hjartslátt. [13]

Rauðgul litageislun örvar mjólkurframleiðslu eftir fæðingu. Hún örvar skjaldkirtil og dregur úr verkun kalkkirtils.[1]  Rauðguli ljósliturinn hefur stillandi áhrif á vöðvakrampa og eykur hjartslátt.[13]  Rauðgulur breytir lífefnafræðilegri uppbyggingu, sem leiðir til minnkandi þunglyndis. [14]

Gulur virkjar hreyfitaugarnar og eykur vöðvaorku. Hann vinnur á húðkvillum og bætir áferð húðarinnar, læknar og hreinsar ör og aðra húðkvilla eins og exem.

 

Guli ljósliturinn hreinsar blóðrásina og virkjar eitlakerfið. Hann örvar og byggir upp taugar og heila. [1]

Græni liturinn er litur jafnvægis, sáttar og samkenndar og jafnvægisstillir orku einstaklings. [14]

 

Grænn litur hefur sótthreinsandi eiginleika og er gagnlegur við sýkingar. Hægt er að nota græna litinn til afeitrunar líkamans og við hjartasjúkdóma. [14]

 

Grænn dregur úr spennu og virkar sem slævandi á sympatíska taugakerfið. [13]

Blái liturinn er notaður við þunglyndi, depurð, hraðan púls og sársauka. Liturinn lækkar hitastig og er góður í baráttu við sýkingar og bólgur. [7]

 

Blár hefur sótthreinsandi eiginleika, slakar á vöðvum og æðum og hefur róandi og kælandi áhrif á bólgur. [13]

Indígó liturinn hjálpar til við að hreinsa líkamann, þar með talið blóðið. Hann er hentugur við bólgum í augum og eyrum og dregur almennt úr bólgum og miklum verkjum. [7]

 

Indígó hefur áhrif á bæði geðrænt og hugrænt ástand okkar. [14]

 

Indígó er hægt að nota til að stöðva miklar blæðingar. Hann stuðlar að slökun vöðvaspennu, öndunarreglu og ónæmi fyrir sársauka. [13]

Fjólublái liturinn örvar starfsemi miltans og flýtir fyrir myndun hvítra blóðkorna. Hann stjórnar æðaspennu og lækkar háan blóðþrýsting. [14]

 

Fjólublátt linar þrýsting í hreyfitaugum, eitlum og hjartavöðvum og stöðvar æxlisvöxt. [2]

 

Fjólublátt örvar beinvöxt og er frábær til að róa manninn og sigrast á ofbeldisfullri geðveiki. [1]

Þrjú tilfelli ljóslitalækninga. Vitnað í bókmenntirnar.

 

Tilfelli I: „H, 18 mánaða gamall drengur. Þetta var alvarlegt tilfelli af kóleru (cholera infantum) og næringarskorti (marasmus). Hann hafði verið í meðferð hjá framúrskarandi lækni í nokkurn tíma en heilsu hans fór stöðugt hrakandi. Síðasta vonin var að senda hann til ljóslitaheilara. „Við notuðum bláu ljósin. Drengurinn hafði verið einstaklega pirraður en bláa ljósið róaði hann strax og hann féll í fasta svefn.

 

Hann kom út úr ljósbaðinu, rólegur og hress. Tveggja mánaða ljósameðferð leiddi til heilbrigðs útlits og ljúfrar skapgerðar. Við erum fullviss um það, að blái geislinn hafi bjargað lífi barnsins. Engin hefðbundin læknisaðferð hefði getað bjargað honum.“  [4]

 

Tilfelli II: Frú X kom í ráðgjöf eftir að hafa fundið æxli í hægra brjósti sínu. Hún var spurð hvort hún hefði ráðfært sig við heimilislækni og sagði hún svo vera. Hann hafi rannsakað hana og staðfest niðurstöður hennar. Tími var pantaður fyrir hana í sýnatöku. Frú X lagði áherslu á að hún vildi ekki að sýnataka yrði gerð. Hún hélt því fram að ef æxlið væri illkynja, gæti öll röskun á því leitt til dreifingar á krabbameinsfrumunum.

 

Eftir langar umræður um ástand hennar var litameðferð ákveðin. Hún fékk einnig fyrirmæli um að nota hugræna litameðferð. Henni var ráðlagt að breyta mataræði sínu og minnka streituvaldandi áhrif.

 

Eftir þriggja mánaða meðferð tilkynnti hún að æxlið hefði minnkað. Þetta gaf henni von og staðfestu til að halda meðferðinni áfram. Þremur mánuðum síðar hvarf æxlið. [14]

 

Tilfelli III: Janet Whittenberg, heimavinnandi frá Virginíu í Bandaríkjunum segir að þriggja ára sonur hennar Shannon, sem var heilaskertur, hafi náð góðum bata við ljóslitameðferð. „Ég hef farið með hann til lækna og á sjúkrahús segir frú Whittenberg. Shannon var grænmeti. Hann gerði ekki neitt. Þeir sögðu að heilastarfsemi hans færi versnandi og ekkert væri hægt að gera. Þeir töldu hann á lokametrunum.“

 

Að ráði nágranna hennar, fór hún með Shannon til Whitehouse læknis, sem gaf honum ljóslitameðferð. „Ég sá árangur innan mánaðar. Hann hafði aðeins tvær tennur í munninum og á einum mánuði, tók hann allar tennur. Hann var hættur að vaxa, en byrjaði að vaxa aftur. Yfirbragð hans var allt gult, en liturinn dofnaði. Núna er hann hress, þekkir alla í fjölskyldunni og horfir á sjónvarp.“ [13]

Hver er þá kenningin á bak við ljóslitalækningar?

 

Allt í heimi hér tifar á eigin tíðni, einnig maðurinn. Tifandi orka mannsins skapar orkusvið –  rafsegulsvið kringum líkama hans. Ef tíðni orkusviðsins brenglast, veldur það ósamræmi og ójafnvægi. Þetta ójafnvægi er í daglegu tali nefnt sjúkdómar. Ljóslita- og tónmeðferð mín miðar að því að koma aftur á jafnvægi í orkusviði mannsins og skapa þannig heilbrigði og vellíðan.

Nú skulum við líta betur á heimasíðu mína á netinu. Við förum á heimasíðuna www.hafstein.info.

Heimasíðan er byggð upp á þann hátt að hægt er að fletta upp ljóslitameðferðinni, tónmeðferðinni og síðan eru kynnt rit sem ég hef skrifað, bæði á íslensku og ensku. Þar kynni ég einnig höfund meðferðarinnar.

Á síðunni um ljóslitalækningar (Color Therapy) kynni ég sextán flokka sjúkdóma sem innihalda meira en 150 sjúkdóma, sem meðferðin tekur á. Dæmi um sjúkdómsflokka eru meltingarfærasjúkdómar, krabbamein og hjartasjúkdómar.

 

Tökum sem dæmi brjóstakrabbamein, en brjóstakrabbamein er eitt algengasta krabbamein kvenna. Við veljum flokkinn 03 Krabbamein (Cancer-Tumors). Ekki láta tölurnar rugla ykkur því ég nota sjöundakerfið, sem sýnir uppröðunina frá 00 til 21. Ég smelli á hlekkinn fyrir krabbamein og fæ upp eftirfarandi mynd: 

Við sjáum að meðferðin tekur á allmörgum krabbameinssjúkdómum og að brjóstakrabbamein er sjöundi sjúkdómurinn að ofan talið og flokkað 03 06. Við lesum okkur til um upplýsingar sem finna má á síðunni og sjáum að sex meðferðalitir eru notaðir við lækningarnar. Þetta eru frumlitirnir rauður, grænn og blár ásamt afleiddu litunum magenta, ljósbláum og gulum. Magenta liturinn er jöfn blanda af litunum rauðum og bláum, ljósblár er jöfn blanda af bláum og grænum og gulur er jöfn blanda af rauðum og grænum. Allir litirnir hafa sterkustu ljóslýsingu tölvunnar. Litunum sex gef ég tölur frá 0 til 5. Við sjáum einnig að meðferðatími allra krabbameinssjúkdómanna er gefinn upp í tölum.

 

Við rennum núna niður síðuna þar til við komum að brjóstakrabbameini númer 03-06.

Á síðunni sjáum við sex tölustafa kennitölu sjúkdómsins og nafn hans á ensku. Auk þess sjáum við örstutta lýsingu á sjúkdómnum. Fyrstu fjórir tölustafirnir í kennitölunni eru, eins og áður sagði, flokkur sjúkdóma og sjúkdómur innan flokks. Næsti tölustafur 3 með grænum lit utan um sig er meðferðarliturinn grænn. Við smellum á hlekkinn og þá kemur upp heilsíðumynd af græna litnum. Þessum lit vörpum við að okkur í meðferðinni. Sjötti og síðasti tölustafurinn er tölustafurinn 5. Hann táknar meðferðatímann í mánuðum. Best er að nota meðferðina daglega í 30 mínútur í hvert skipti. 

 

Ég ætla einnig að sýna ykkur meðferð á týpísku karlakrabbameini, krabbamein í blöðruhálskirtli. Krabbameinið er eitt algengasta krabbamein karla. Við rennum upp síðuna til þess að finna kennitölu sjúkdómsins. Kennitalan byrjar á tölunum 03-23. Við rennum síðan niður síðuna og finnum sjúkdóminn.

Við sjáum að krabbameinið hefur kennitöluna 03-23-5-4 og nafn sjúkdómsins á ensku. Auk þess sjáum við örstutta lýsingu á sjúkdómnum. Fyrstu fjórir tölustafirnir í kennitölunni  eru, eins og áður sagði, flokkur sjúkdóma og sjúkdómur innan flokksins. Næsti tölustafur 5 er meðferðarliturinn rauður. Við smellum á hlekkinn og þá kemur upp heilsíðumynd af rauða litnum. Þessum lit vörpum við að okkur í meðferðinni. Sjötti og síðasti tölustafurinn er tölustafurinn 4. Hann táknar meðferðatímann í mánuðum og best er að nota meðferðina, eins og áður sagði, daglega í 30 mínútur í hvert skipti. 

Lítum nú á síðuna um tónmeðferðina (Sound Therapy). Í tónmeðferðinni nota ég aðeins einn tón. Hann er samansettur af sex nákvæmum sínustónum. Sínustónarnir eru leiddir út frá ljóslitunum meðferðarinnar. Ég breyti tíðni litanna í tíðni hljóðs. Við breytinguna kemur upp smá vandamál.

Magenta liturinn hefur enga mælanlega ljóstíðni. Ég verð þess vegna að minnka ljósstyrk litarins þar til hann verður mælanlegur í nanómetrum. Magenta liturinn hefur mesta ljósstyrk tölvunnar eða RGB 255-000-255. Þegar ljósstyrkurinn er kominn niður í RGB 097-000-097, mælist tíðni litarins 380 nanómetrar. En nú er ekki lengur um að ræð litinn magenta, heldur litinn fjólubláan. Þetta leysir málið.

 

Þegar við notum ljósið til lækninga, notum við einungis einn lit í einu, frumlit eða blöndu af tveimur frumlitum ljóssins. Því ef við blöndum fleiri litum saman, verður niðurstaðan ljós, sem ekki hefur mælanlega ljóstíðni.

 

Aftur á móti er mögulegt að blanda saman öllum sex tónunum án þess að það hafi nema lítil áhrif á gæði tónanna. Þetta gefur okkur þann möguleika að nota tónblönduna sem fyrirbyggjandi sjúkdómsmeðferð, því tónninn tekur á öllum sjúkdómum meðferðarinnar.

Lítum nú á síðuna um nokkrar af þeim greinum sem ég hef skrifað, en þær eru bæði á íslensku og ensku. Tvö af ritum mínum eru eingöngu á ensku, en það eru ritin The Therapy of Light og Sound Therapy. Innihald þeirra fjalla, eins og nöfnin gefa til kynna, um heilun með litum og tónum. Restin af ritunum eru rit sem einnig eru til á íslensku.

 

Menntun Nýaldar er byggð upp af tveimur hlutum; markmið og aðferð. Í fyrri hlutanum kynni ég markmið og áhrifaþætti menntunar. Síðari hlutinn fjallar um aðferðir við þekkingaröflun.

 

 Á réttri tíðni er kennsla mín í dulfræði og er skipt í þrjá hluta: Yoga, Tvöföldu starfsemi hugans og þjónustu.

 

Ritið Uppruni og þróun mannsins, fjallar um uppruna mannkyns og framtíð.

 

Orðið og náttúrukraftarnir og Heilunarmáttur ljóss og tóna eru tveir fyrirlestrar sem ég hélt hjá Lífspekifélaginu 28. og 29. apríl 2023.

 

Að lokum er það Regnbogatóninn, en hann hefur það hlutverk að sameina persónuleika mannsins við sinn æðri þátt Sólarengilinn (sálina).

Skoðum nú þau áhöld sem notuð eru við ljóslita- og tónmeðferðina:

 

Þegar við notum ljóslitina, þá getum við annað hvort notað skjávarpa með nákvæma litatíðni eða notað sérstaka ljóslitaperu. Peran er tengd símanum og veljum við liti í forriti sem fylgir með litaperunni. Þegar peran er notuð, fáum við ekki hárnákvæma litatíðni, en samt þokkalega nákvæmni. Ég nota sjálfur frekar litljósaperu en skjávarpa. Ég er með tvo lampa sem ég nota með litljósaperum á náttborðum sitt hvoru megin við höfuðgafl rúmsins míns. Þegar ég vil fá mér ljóslitabað, kveiki ég á perunum í sama lit, leggst á rúmið og slaka á.

Þegar við notum tóninn, þurfum við hátalara tengdan tölvunni eða símanum okkar. Ég nota sjálfur hátalara sem tengdur er i-pad með Bluetooth tengingu. Skjávarpa, ljóslitaperu og Bluetooth hátalara er auðvelt að útvega sér hér á Reykjavíkursvæðinu.

Ritskrá

1  Amber, R.B. 1983: Color Therapy. Healing with Color. Santa Fe, USA: Aurora Press.

2  Anderson, M. 1977: Colour Healing. Chromotherapy and How It Works. New York, USA: Samuel Weiser Inc. 1st Ed. 1975.

3  Babbitt, E.D. 1956: Chromo-Therapeutics. In Color Healing. 

4  Babbitt, E.D. 1967: The Principles of Light and Color. Edited by Faber Birren. New Jersey, USA: Citadel Press. 1st Ed. 1878.

5  Baldwin, K.W. The Color of Truth. World Research Foundation. Skoðað 8. júní 2022 <https://www.wrf.org/women-and-men-of medicine/kate-baldwin-md>

6  Birren, F. 1961: Color Psychology and Color Therapy. New Jersey, UK: Citadel Press. 1st Ed. 1950.

7  Clark, L.A. 1978: The Ancient Art of Color Therapy. Connecticut, USA: Devin-Adair Co. 1st Ed. 1975.

8  The Geneva Bible. A Facsimile of the 1606 Edition. The Gospel According to John. Ch. 1, vv. 1-4, 1037. London, England: Robert Barker. <https://archive.org/details/ost-english-bible00lond/page/n5>

10  Hunt, R. 1956a: Fragrant & Radiant Healing Symphony. In Color Healing. 
11  Hunt, R. 1956b: The Seven Keys to Color Healing. In Color Healing. 

12  Kaku, M. 2021: The God Equation – The Quest for a Theory of Everything. The USA. Doubleday.

13  Walker, M. 1991: The Power of Color. New York, USA: Avery Publishing Group.

14  Wills, P. 1993: Colour Therapy. The Use of Colour for Health and Healing. Dorset, U.K.: Element Books.